Handbolti

Komin verkefni fyrir landsliðið

Undirbúningur íslenska handboltalandsliðsins fyrir ÓL í Peking er að komast á hreint.

Spænska landsliðið mun að öllum líkindum sækja Ísland heim 18. og 19. júlí og spila tvo leiki við strákana okkar. Í kjölfarið heldur landsliðið til Frakklands þar sem það tekur í þátt á þriggja liða móti með Frökkum, Spánverjum og Egyptum.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði að einnig yrði reynt að fá verkefni skömmu fyrir brottför til Kína og jafnvel kæmi til greina að fá leik í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×