Samskiptin við dómsmálaráðherra Jón Kaldal skrifar 25. september 2008 08:48 Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins. Öllu nákvæmari lýsingu á samskiptunum við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er að finna í Fréttablaðinu í dag, í viðtali við Eyjólf Kristjánsson, einn fjórmenninganna. Þar fer maður sem hefur fengið sig fullsaddan af viðmóti dómsmálaráðherra. Samskiptum embættis síns við ráðuneytið lýsir Eyjólfur sem stöðugu einelti ráðherrans og ráðgjafa hans þar sem málefnalegum forsendum og faglegum vinnubrögðum hafi verið kastað fyrir róða. Þetta er ekki fallegur vitnisburður um stjórnvisku dómsmálaráðherra, svo ekki sé minnst á hæfileika hans til að eiga í mannlegum samskiptum. Skortur á því síðarnefnda kemur reyndar ekki á óvart í blaðamannastétt því Björn Bjarnason er eini maðurinn á Íslandi sem treystir sér ekki til að svara blaðamönnum í gegnum síma. Hann tekur aðeins við spurningum í tölvupósti. Hvernig ráðherrann kýs að haga samskiptum sínum við annað fólk er þó smámál við hliðina á þeirri trú hans að allt sé í himnalagi í löggæslumálum landsins. Hér er listi yfir helstu uppákomur á þeim vettvangi allra síðustu daga: Íbúar í Seljahverfi halda fjölmennan fund með lögreglunni í Ölduselsskóla. Þeir lýsa yfir áhyggjum af tíðum innbrotum í hverfinu og að lögregluþjónar sjáist þar sjaldan. Íbúasamtök Laugardals kvarta yfir öryggisleysi í Laugardal, að ógæfufólk haldi þar til afskiptalaust, því fylgi sprautunálar og áreiti en aldrei sjáist lögreglumenn við eftirlit, Bæjaryfirvöld í Grindavík átelja ríkisvaldið fyrir að standa ekki við gerða samninga um aukna löggæslu. Lögreglufélag Reykjavíkur logar í illdeilum, lögreglumenn segja sig úr félaginu, meðlimir í sérsveit Ríkislögreglustjóra senda ályktun til fjölmiðla og lögreglumenn í fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra gera hið sama. Rótin að úrsögnunum og ályktununum er skiptar skoðanir á skipulagi löggæslumála milli Ríkislögreglustjórans og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Allt þetta gerðist á rúmlega viku. Það er að ýmsu leyti lýsandi fyrir stöðu löggæslumála landsins að á sama tíma og lögreglumenn á Suðurnesjum funduðu í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í gær, var dómsmálaráðherra í Háskólanum á Bifröst að lýsa hugmyndum um stofnun þjóðaröryggisdeildar. Hlutverk slíkrar deildar væri meðal annars að koma í veg fyrir möguleg hryðjuverk og landráð með forvirkum rannsóknarheimildum. Það þarf einhver að taka að sér að kippa dómsmálaráðherra inn í íslenskan hversdagsleika. Hann er örugglega ekki jafn spennandi í augum ráðherrans og alþjóðlegar njósnir, en hlýtur þó að eiga að vera í forgangi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar