Handbolti

Guðjón Valur: Sigurinn aldrei í hættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur skoraði níu mörk í dag.
Guðjón Valur skoraði níu mörk í dag. Mynd/Pjetur

Guðjón Valur Sigurðsson sagði að það hefði verið erfitt að halda dampi í leik íslenska liðsins gegn Argentínu í dag.

Ísland vann í dag níu marka sigur, 36-27, í fyrsta leik liðsins í undankeppni ÓL í Peking. Á morgun mætir Ísland heimamönnum í Póllandi.

„Við fundum strax í byrjun að við myndum vinna þá,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Rúv eftir leikinn. „Þess vegna var erfitt að halda dampi þar sem við eigum tvo gríðarlega erfiða leiki núna um helgina. Sigurinn var aldrei í hættu en við hefðum samt mátt komast í 7-8 marka forystu aðeins fyrr í leiknum.“

„Þetta var ekki það mikil líkamleg áreynsla fyrir okkur að ég hafi áhyggjur. Við gerðum það sem við þurftum og það var nóg. Við erum klárir í slaginn á morgun og hlakkar til. Það verður gaman að spila fyrir framan fullt hús áhorfenda.“


Tengdar fréttir

Guðmundur: Ekki mælikvarði á getu liðsins

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var vitanlega ánægður með sigur íslenska liðsins í dag en sagði leikinn ekki vera mælikvarða á getu liðsins.

Skyldusigur á Argentínu

Ísland vann í dag skyldusigur á Argentínu, 36-27, í fyrsta leik liðanna í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×