Sjóminjasafnið og atvinnusagan Björgvin Guðmundsson skrifar 18. júlí 2008 05:30 Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég heimsótti Sjóminjasafnið Víkina fyrir skömmu eftir miklar endurbætur á safninu. Það er orðið mjög myndarlegt og safnstjóranum til sóma. Hrifnastur er ég af því hvað þróun togaraútgerðar í landinu eru gerð góð skil en einnig er lýsing á saltfiskverkun mjög skemmtileg, einkum á Kirkjusandi. Á 1. hæð er móttökusalur og frá honum gengið niður á bryggju, sem er mjög skemmtileg en þar er sem uppskipun og útskipun sé í fullum gangi. Maður sér þar ljóslifandi fyrir sér hafnarverkamenn að vinna við skip. Ég hélt, að stytta af verkamanni á bryggjunni væri lifandi maður, svo vel var hún gerð. Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík vann ég stundum við uppskipun til þess að fá skotsilfur, en faðir minn vann árum saman á Eyrinni, við uppskipun og útskipun einkum hjá Alliance og Kveldúlfi. Á annarri hæð er að mínu mati aðalhluti safnsins. Þar er rakin saga fiskveiða á Íslandi, saga áraskipa, skútualdar, vélbáta og togara. Þar er að finna mörg skemmtileg líkön af skipum, stórum og smáum, og skemmtilega gerð grein fyrir þeim og sögunni. Þróun togaraútgerðar á Íslandi er skilmerkilega rakin. BæjarútgerðinBæjarútgerð Reykjavíkur skipar sérstakan sess á safninu sem von er en safnið er til húsa í fyrrum frystihúsi BÚR. Um langt skeið var Bæjarútgerðin burðarás í atvinnulífi bæjarins. Gaman er að sjá frásögn af því þegar fyrsti nýsköpunartogarinn kom til Reykjavíkur árið 1947 en komudagur togarans telst stofndagur Bæjaútgerðar Reykjavíkur. Bjarni Benediktsson átti sem borgarstjóri stærsta þáttinn í því að skipið var keypt til BÚR. Þeir náðu saman um málið, Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.(Ólíkt hafast leiðtogar Sjálfstæðisflokksins að: Bjarni Benediktsson kom Bæjarútgerðinni á fót en Davíð Oddsson kom henni fyrir kattarnef!) Á safninu er fallegt líkan af Ingólfi Arnarsyni en einnig af mörgum öðrum togurum. Því eru gerð góð skil á safninu hve mikilvæg saltfiskframleiðslan var í landinu áður en frysting hófst. Bæjarútgerðin eignaðist frystihús 1959 en svo skemmtilega vill til, að það er einmitt húsið, sem Sjóminjasafnið er nú til húsa í á Grandagarði 8. Húsið var byggt fyrir Fiskiðjuver ríkisins en Jakob Sigurðsson kom því fyrirtæki á fót og rak um nokkurra ára skeið. Árið 1959 eignaðist BÚR húsið og rak þar frystihús um langt skeið. Alger umskipti í atvinnumálum landsmannaÁrið 1978 kom ég að rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sem stjórnarformaður en síðan sem framkvæmdastjóri 1982. Beitti ég mér fyrir smíði tveggja nýrra skuttogara fyrir BÚR, Jóns Baldvinssonar og Otto N. Þorlákssonar. Reyndust þetta mjög fullkomin og góð fiskiskip. Saga BÚR og raunar atvinnusaga Reykjavíkur öll rifjast upp þegar ég geng um sjóminjasafnið. Bæjarútgerðin var um skeið stærsta togaraútgerð landsins. Það er hollt að sjá á safninu umskiptin, sem orðið hafa í atvinnumálum landsins. Faðir minn reri á áraskipum frá Grindavík og móðir mín breiddi saltfisk á Kirkjusandi. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk um safnið. Stofnendur Sjóminjasafnsins voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn. Var rekstrarframlag frá hvorum aðila fyrir sig 10 millj. kr. á fyrsta árinu. Á fyrsta fundi stjórnar safnsins var Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, ráðin forstöðumaður safnsins en hún hafði mjög beitt sér fyrir stofnun þess. Ákveðið var, að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi. Síðan hafa margar sýningar fylgt í kjölfarið: Hákarlinn, Ljós og lífsorka, Handlaginn huldumaður, sýning á ljósmyndum Þorleifs Þorleifssonar, Lífæð lands og borgar, 90 ára afmæli Reykjavíkurhafnar, málverkasýningar o.fl. Safnið hefur húsnæðið að Grandagarði 8 á leigu. Hentar það að mörgu leyti vel fyrir safnið en þó hefur þurft að gera miklar endurbætur á því, m.a. utanhúss. Nú hefur safnið eignast varðskipið Óðin og er það nú hluti safnsins og geta allir safngestir skoðað skipið og rifjað upp þátt þess í öllum þorskastríðunum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun