Sóknarmaðurinn Bernando Corradi er genginn til liðs við ítalska liðið Reggina frá Manchester City. Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er í herbúðum Reggina.
Corradi er Ítali en hann náði ekki að sanna sig á Englandi en það gerði hann heldur ekki hjá Valencia á Spáni, þar sem hann spilaði áður en hann fór til City. Hann var lánaður til ítalska liðsins Parma á síðustu leiktíð.