U17 ára landsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í kvöld. Liðið mætti Norðmönnum og tapaði 4-1.
Sigurður Egill Lárusson fékk rauða spjaldið eftir mínútu leik þegar hann varði boltann með hendi á marklínu. Vítaspyrna var dæmt og Norðmenn komust yfir.
Ólafur Karl Finsen jafnaði fyrir íslenska liðið en Norðmenn kláruðu hinsvegar leikinn með þremur mörkum til viðbótar. Á morgun mætir Ísland liði Englands á mótinu.
U17 tapaði fyrir Noregi
