Tinna: Einn besti dagurinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:06 Tinna Helgadóttir. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur." Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Tinna Helgadóttir var hæstánægð með árangur dagsins á Evrópumótinu í badminton enda vann hún allar þrjár viðureignir sínar í dag. Tinna keppti í tveimur viðureignum í tvenndarleik með Helga Jóhannessyni í dag og unnust þær báðar. Tinna og Helgi eru því komin áfram í 16-liða úrslit. Tinna vann sömuleiðis góðan sigur á sterkum andstæðingi í fyrstu umferð einliðaleiks kvenna. „Þetta er það sem maður hefur stefnt að og búið að vera alveg rosalega gaman. Ég held að þetta sé einhver besti dagurinn á mínum ferli, allavega í einstaklingskeppninni," sagði Tinna í samtali við Vísi í dag. Hún segir að fyrir leikinn gegn pólska parinu í annarri umferð tvenndarkeppninnar hafi hún og Helgi ekki búist endilega við sigri. „En svo náðum við að spila alveg ótrúlega vel. Við unnum fyrstu lotuna í bráðabana og náðum okkur svo mjög vel á strik í annarri lotunni. Þau fóru eiginlega bara í fýlu og við tókum þau hreinlega í nefið." Andstæðingur Tinnu í einliðaleiknum er í 80. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins. „Ég er nú varla inn á þessum heimslista og var ég ótrúlega ánægð með þennan sigur." Á morgun bíða henni erfiðir andstæðingar, bæði í einliðaleiknum sem og tvenndarkeppninni. „Á morgun spila ég gegn stelpu í einliðaleiknum sem hefur orðið Evrópumeistari og unnið mörg mót. Þetta snýst því meira um hversu mörg stig ég fæ gegn henni," sagði hún í léttum dúr. „Það er svo mjög sterkt breskt par sem bíður okkar í tvenndarkeppninni og verður svipað upp á teningnum þar. Við ætlum bara í leikinn til að gera okkar besta." „Það er viðbúið að mæta svo sterkum andstæðingum þegar maður er kominn þetta langt í mótinu og ekkert nema gott um það að segja." Fyrr í vikunni var keppt í liðakeppni á Evrópumótinu og þar náði íslenska landsliðið að halda sæti sínu í A-deild mótsins eftir frækinn sigur á Finnum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið héldi sæti sínu í keppni þeirra bestu. „Það var alveg frábær sigur enda höfum við ekki unnið Finna í 20 ár. Það er því ekki hægt að segja annað en að þessi ferð hefur verið toppurinn á tilverunni hjá okkur."
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira