Ítalíumeistarar Inter Milan hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í vetur, en liðið hefur loksins gengið frá kaupum á portúgalska landsliðsmanninum Ricardo Quaresma.
Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur miklar mætur á vængmanninum knáa en kaupverðið (18 milljónir evra + 6 milljónir í bónusa) gæti hækkað verulega, háð frammistöðu Quaresma með Inter.
Porto fær í skiptum til sín hinn unga og efnilega Vitor Hugo Pele frá Inter og segja fjölmiðlar að Inter sé fyrir vikið að fá í kring um 30 milljónir evra fyrir Quaresma þegar allt er talið.