Handbolti

Guðmundur: Ólýsanleg tilfinning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.

Guðmundur Guðmundsson sagði í viðtali eftir leikinn í kvöld að það væri ólýsanlega góð tilfinning að vera komnir með handboltalandsliðið inn á Ólympíuleikana.

Ísland vann í dag Svíþjóð, 29-25, í hreinum úrslitaleik um hvort liðið kæmist til Peking.

„Þetta var ótrúlega góður leikur. Við vorum stórkostlegir í vörn og markvarslan hefur aldrei verið betri. Sóknarleikurinn var vel útfærður og agaður. Við vorum búnir að undirbúa okkur gríðarlega vel og ætluðum okkur ekkert annað en sigur hér," sagði Guðmundur í samtali við Rúv eftir leikinn.

„Það var ótrúlega auðvelt að rífa menn upp eftir leikinn gegn Póllandi í gær því við vorum á köflum að spila mjög vel. Þá vantaði herslumuninn og vissum við að við þyrfum að leiðrétta ákveðna hluti í dag. En það var engin skömm að tapa fyrir Pólverjum í gær og þurftum við að gera okkur grein fyrir því."

„Við töpuðum fyrir betra liði í gær en núna í kvöld vann miklu betra liðið!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×