Taser International harmar óhróður og dylgjur Amnesty á Íslandi 8. maí 2008 11:12 Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International. Jóhanna sagði í viðtali við Fréttablaðið að Taser-tækin væru lífshættuleg. Yfirlýsing Taser International fer hér á eftir: „Vegna nýlegra ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill Taser International koma eftirfarandi á framfæri. Þrátt fyrir að engin valdbeiting sé áhættulaus, þar á meðal með Taser tækjum, hafa sérfræðingar á sviði læknisfræði og nýlegar rannsóknarskýrslur frá stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum, leitt í ljós að Taser tæki eru með öruggustu valdbeitingartækjum sem notuð eru til að yfirbuga ofbeldisfulla einstaklinga sem myndu að öðrum kosti skaða lögreglumenn, saklausa borgara eða sjálfa sig. Að mati lækna og sérfræðinga á sviði löggæslu eru Taser tækin, með réttri notkun, öflugustu og áhrifaríkustu valdbeitingartæki sem löggæslustofnunum stendur til boða við að ná stjórn á ofbeldisfullum aðstæðum sem þar sem heilsu lögreglumanna, saklausra borgara og brotamanna sjálfra er stefnt í hættu. AMNESTY INTERNATIONAL: Til eru fleiri en 120 viðamiklar rannsóknir á öryggi Taser tækja og áhrifa þeirra á líkamann. Um það bil 80 prósent þeirra eru óháðar og á engan hátt tengdar Taser International. Þeirra á meðal nokkrar nýlegar sem fjármagnaðar voru með styrkjum frá Bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna fram á að Taser tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða. Amnesty International horfir viljandi framhjá þessum mikla fjölda óháðra rannsókna en kýs frekar að vísa í blaðafyrirsagnir æsifréttablaða sem samtökin leggja svo á borð fyrir almenning sem rannsóknarvinnu. Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi. Það vekur þó ugg að Amnesty International haldi uppi óvísindalegum óhróðri og dylgjum þegar samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og Taser tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað Taser tækin sem orsakavald. Taser International mun halda áfram að fræða almenning með vísindalegum staðreyndum og um leið að eyða ranghugmyndum og ýkjum Amnesty International um tækið. Tilgangur Taser International er og verður að bjarga mannslífum. ÖRYGGI TASER: Í nýlegri rannsókn sem fjármögnuð var af Bandaríska dómsmálaráðuneytinu og framkvæmd var af vísindamönnum við læknadeild Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum, var niðurstaðan sú að Taser valdbeitingartækin eru örugg og valda í undantekningartilfellum mildum áverkum. Vísindamennirnir skoðuðu mál 962 einstaklinga sem yfirbugaðir höfðu verið með Taser frá júlí 2005 til júní 2007. Af þessum 962 þurftu 3 (0.3%) að leita aðstoðar lækna vegna falláverka. Þar sem Taser tæki hafa verið tekin í notkun hefur dregið úr slysum á lögreglumönnum og hinum handteknu um allt að 80 prósent." Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Taser International hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Jóhönnu Kr. Eyjólfsdóttur, formanns Íslandsdeildar Amnesty International. Jóhanna sagði í viðtali við Fréttablaðið að Taser-tækin væru lífshættuleg. Yfirlýsing Taser International fer hér á eftir: „Vegna nýlegra ummæla formanns Íslandsdeildar Amnesty International í fjölmiðlum vill Taser International koma eftirfarandi á framfæri. Þrátt fyrir að engin valdbeiting sé áhættulaus, þar á meðal með Taser tækjum, hafa sérfræðingar á sviði læknisfræði og nýlegar rannsóknarskýrslur frá stjórnvöldum í Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum, leitt í ljós að Taser tæki eru með öruggustu valdbeitingartækjum sem notuð eru til að yfirbuga ofbeldisfulla einstaklinga sem myndu að öðrum kosti skaða lögreglumenn, saklausa borgara eða sjálfa sig. Að mati lækna og sérfræðinga á sviði löggæslu eru Taser tækin, með réttri notkun, öflugustu og áhrifaríkustu valdbeitingartæki sem löggæslustofnunum stendur til boða við að ná stjórn á ofbeldisfullum aðstæðum sem þar sem heilsu lögreglumanna, saklausra borgara og brotamanna sjálfra er stefnt í hættu. AMNESTY INTERNATIONAL: Til eru fleiri en 120 viðamiklar rannsóknir á öryggi Taser tækja og áhrifa þeirra á líkamann. Um það bil 80 prósent þeirra eru óháðar og á engan hátt tengdar Taser International. Þeirra á meðal nokkrar nýlegar sem fjármagnaðar voru með styrkjum frá Bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Niðurstöður þeirra rannsókna sýna fram á að Taser tækin eru örugg valdbeitingartæki sem framleiða háa spennu og lágan straum sem getur ekki valdið dauða. Amnesty International horfir viljandi framhjá þessum mikla fjölda óháðra rannsókna en kýs frekar að vísa í blaðafyrirsagnir æsifréttablaða sem samtökin leggja svo á borð fyrir almenning sem rannsóknarvinnu. Bæði Amnesty og Taser International voru stofnuð í göfugum tilgangi. Það vekur þó ugg að Amnesty International haldi uppi óvísindalegum óhróðri og dylgjum þegar samtökunum er fullkunnugt um þá staðreynd að í málum þar sem dauðsföll hafa orðið við handtöku og Taser tæki hafa komið við sögu, hafa réttarmeinarfræðingar nær undantekningalaust útilokað Taser tækin sem orsakavald. Taser International mun halda áfram að fræða almenning með vísindalegum staðreyndum og um leið að eyða ranghugmyndum og ýkjum Amnesty International um tækið. Tilgangur Taser International er og verður að bjarga mannslífum. ÖRYGGI TASER: Í nýlegri rannsókn sem fjármögnuð var af Bandaríska dómsmálaráðuneytinu og framkvæmd var af vísindamönnum við læknadeild Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum, var niðurstaðan sú að Taser valdbeitingartækin eru örugg og valda í undantekningartilfellum mildum áverkum. Vísindamennirnir skoðuðu mál 962 einstaklinga sem yfirbugaðir höfðu verið með Taser frá júlí 2005 til júní 2007. Af þessum 962 þurftu 3 (0.3%) að leita aðstoðar lækna vegna falláverka. Þar sem Taser tæki hafa verið tekin í notkun hefur dregið úr slysum á lögreglumönnum og hinum handteknu um allt að 80 prósent."
Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira