Handbolti

Kvennalandsliðið til Noregs

Rakel Dögg Bragadóttir og stelpurnar í landsliðinu fara til Noregs um aðra helgi
Rakel Dögg Bragadóttir og stelpurnar í landsliðinu fara til Noregs um aðra helgi

Kvennalandsliðið í handbolta hefur þegið boð um að taka þátt í Möberlingen Cup mótinu sem fram fer í Noregi um næstu helgi.

Hér er á ferðinni mjög sterkt mót þar sem íslenska liðið keppir ásamt heimamönnum, Rússum og Dönum.

Íslenska liðið kemur inn á mótið í stað Angóla sem dró sig úr keppni á mótinu í gær. Það er norska handknattleikssambandið sem býður íslenska liðinu á mótið.

Nítján leikmenn munu fara út á mótið og verður hópurinn skorinn niður í sextán leikmenn að mótinu loknu. Þessir sextán leikmenn fara svo til Póllands mánudaginn 24. nóvember þar sem liðið keppir í undankeppni HM.

Hér má sjá leikjaplanið á Möberlingen mótinu í Noregi:

Föstudagur 21. nóv 2008

Danmörk - Rússland Oppsal Arena 17:00

Noregur - Ísland Oppsal Arena 19:15

Laugardagur 22. nóv 2008

Rússland - Ísland Gjøvik Fjellhall 14:00

Noregur - Danmörk Gjøvik Fjellhall 16:15

Sunnudagur 23. nóv 2008

Ísland - Danmörk Skedsmohallen 17:00






Fleiri fréttir

Sjá meira


×