Handbolti

Guðmundur: Hringdi ekki eitt símtal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ágúst Ingvarsson.
Guðmundur Ágúst Ingvarsson. Mynd/E. Stefán

Guðmundur Ágúst Ingvarsson var í dag endurkjörinn formaður HSÍ en það verður hans síðasta ár sem formaður.

Guðmundur hefur áður lýst því yfir að hann ætli ekki að bjóða sig aftur til formennsku á næsta ársþingi HSÍ.

Hlynur Sigmarsson bauð sig fram á móti Guðmundi sem hlaut 38 atkvæði í dag en Hlynur 29.

„Það hefur lengi legið í loftinu að ég myndi fá mótframboð og hefði ég verið sáttur við það hefði ég tapað. En ég naut trausts þingfulltrúa og er ég sáttur við það."

Hann sagði að hann hefði ekki háð neina kosningabaráttu. „Ég hringdi ekki eitt símtal en lagði heldur mín verk á vogaskálirnar. Fulltrúar mátu það þannig að þeir treystu mér og því fólki sem var kosið í stjórn."

Guðmundur lofaði einnig Hlyn fyrir góða kosningabaráttu en sagði að hann hefði séð mörg ný andlit á ársþinginu í dag.

„Fulltrúafjöldinn breyttist mikið eftir hádegi og hér var mikið af fólki sem maður hefur aldrei séð áður á ársþingi HSÍ," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×