Handboltavertíðin hófst með formlegum máta í dag er Stjarnan vann sigur á Fylki í Meistarakeppni HSÍ, 27-21.
Þetta var fyrsti leikur Aðalsteins Eyjólfssonar með Fylki en hann var síðast þjálfari Stjörnunnar og gerði liðið að Íslands- og bikarmeisturum í vor. Þessi lið mættust einmitt í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Alina Petrache og Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir Stjörnuna en Sunna Jónsdóttir sjö fyrir Fylki.