Eigum ekki átján treyjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 14:47 Lyfta KB-menn bikarnum á loft í ár? Mynd/E. Stefán KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir." Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir."
Íslenski boltinn Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira