Heiður þinn og líf Þorvaldur Gylfason skrifar 6. nóvember 2008 03:00 Þráinn Eggertsson prófessor og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa líkt kröfum Breta á hendur Íslendingum vegna hruns Landsbankans við afarkosti Versalasamningsins eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þau tala litríkt líkingamál, því að Versalasamningurinn 1919 kallaði glundroða yfir Þýzkaland og lagði með því móti grunninn að kosningasigri nasista fjórtán árum síðar, 1933, og leiddi af sér alræðisstjórn Adolfs Hitler og aðra heimsstyrjöld 1939-45 með hörmulegum afleiðingum. VersalasamningurinnSigurvegararnir í fyrra stríði 1914-18 (Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn og Ítalar) lögðu í styrjaldarlok þungar kvaðir á Þjóðverja, þar á meðal 33 milljarða Bandaríkjadala stríðsskaðabætur. Bótafjárhæðin nam þá röskum 80 prósentum af landsframleiðslu Þýzkalands. Fjárhæðin var nokkru síðar lækkuð um meira en helming. Samningurinn kvað einnig á um landamærabreytingar, sem smækkuðu Þýzkaland, ýmist með fortakslausri upptöku lands eða að vilja íbúanna, til dæmis á Suður-Jótlandi. Þýzkaland minnkaði um tíu prósent að flatarmáli, og Þjóðverjum fækkaði að því skapi.Þjóðverjar stóðu ekki í skilum, svo að bandamenn tóku þá af þeim meira land (Ruhr). Þjóðverjar gripu þá til þess ráðs að prenta peninga og hleypa óðaverðbólgu af stað. Stríðsbæturnar voru aldrei greiddar til fulls, og náðist samkomulag um þau málalok í Lausanne í Sviss 1932. Í millitíðinni höfðu Þjóðverjar tekið meira af erlendum lánum en nam bótagreiðslum þeirra til bandamanna.Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessari sögu? Að erlendar skuldir séu óbærilegar, ef þær slaga hátt upp í landsframleiðslu eins árs? Ekki held ég það. Níðþungar, já, en ekki óbærilegar. Glundroðinn og úlfúðin í Þýzkalandi milli stríða stöfuðu ekki að öllu leyti af fjárhæð skaðabótakrafna bandamanna, heldur einnig af niðurlægingunni, sem fólst í ýmsum öðrum ákvæðum Versalasamningsins. Þetta á einkum við um ákvæðin um stríðsglæparéttarhöld yfir Þjóðverjum, því að þeir töldu sig ekki bera ábyrgð umfram bandamenn á upptökum styrjaldarinnar, sem hófst á byssuskotinu fræga í Sarajevó 1914. Færeyska kreppanNærtækt dæmi um burðarþol hagkerfa frammi fyrir ströngum stríðsskaðabótakröfum eða áþekkum kröfum af öðrum toga er færeyska bankakreppan um 1990. Henni lyktaði svo, að Danir lánuðu færeysku landsstjórninni jafnvirði um 120 prósenta af landsframleiðslu Færeyja á einu ári. Færeyingar stóðu Dönum eigi að síður skil á skuldinni með vöxtum á innan við tíu árum. Það var að sönnu þung byrði, en Færeyingar stóðu í skilum, þótt sumar skuldir þeirra fyrirgæfust, um fimmtungur af heildinni. Danir juku árlegt fjárframlag sitt til Færeyja úr 14 prósentum af landsframleiðslu eyjanna 1981-90 í 18 prósent 1991-2000 og minnkuðu það síðan í 8 prósent 2001-2006.Ríkisstjórn Íslands gerir til samanburðar að svo stöddu ráð fyrir, að hrun íslenzku bankanna hleypi erlendum skuldum ríkisins upp í um 100 prósent af landsframleiðslu. Þessi bráðabirgðatala hvílir á túlkun ríkisstjórnarinnar á ábyrgðum hennar gagnvart brezkum og hollenzkum sparifjáreigendum vegna gjaldþrots Landsbankans. Talan á trúlega eftir að breytast eftir því, hversu rætist úr milliríkjadeilunni við Breta og Hollendinga og hversu vel eða illa tekst til um sölu eigna úr þrotabúum bankanna.Af samanburðinum við Færeyjar má ráða umfang þeirra mistaka, sem ríkisstjórnin, Seðlabankinn og viðskiptabankarnir hafa gert sig sek um. Bankahrunið á Íslandi 2008 verður skráð á hagsöguspjöld heimsins sem hörmulegt dæmi um ítrekuð afglöp og yfirsjónir í hagstjórn og hagstjórnarfari vegna djúpra bresta í samfélagsgerðinni, svo sem ég lýsi nánar í næsta hefti Skírnis. Danir, Norðmenn og Svíar munu því líklega næstu ár líta Íslendinga líkum augum og Færeyinga, sem fóru sér að voða af sambærilegu fyrirhyggjuleysi. Römm er sú taugSú hætta steðjar nú að Íslandi, að sumir missi móðinn og hverfi til annarra landa í leit að vinnu líkt og gerðist í Færeyjum, þar sem fimmtungur mannfjöldans fluttist burt frá eyjunum, einkum til Danmerkur. Helmingur hinna brottfluttu sneri aftur til Færeyja.Brottflutningur mikils fjölda fólks héðan myndi þyngja til muna róður hinna, sem halda tryggð við landið. Ísland hefur til þessa haft sterkt aðdráttarafl. Nú reynir á þá römmu taug, sem rekka dregur föðurtúna til. Mönnum veitist misauðvelt að skilja við maka sinn, gerist þess þörf. Um börn gildir öðru máli: við börnin sín getur enginn maður skilið lífs án djúprar, stundum ævilangrar óhamingju. Hver maður á sér aðeins eitt föðurland, aðeins einn farveg fyrir föðurlandsástina, líkt og fyrir föðurást og móður.Snorri Hjartarson skáld orðar þessa hugsun fallega í ljóði sínu Land þjóð og tunga:Ísland í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf á trylltri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Þráinn Eggertsson prófessor og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafa líkt kröfum Breta á hendur Íslendingum vegna hruns Landsbankans við afarkosti Versalasamningsins eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þau tala litríkt líkingamál, því að Versalasamningurinn 1919 kallaði glundroða yfir Þýzkaland og lagði með því móti grunninn að kosningasigri nasista fjórtán árum síðar, 1933, og leiddi af sér alræðisstjórn Adolfs Hitler og aðra heimsstyrjöld 1939-45 með hörmulegum afleiðingum. VersalasamningurinnSigurvegararnir í fyrra stríði 1914-18 (Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn og Ítalar) lögðu í styrjaldarlok þungar kvaðir á Þjóðverja, þar á meðal 33 milljarða Bandaríkjadala stríðsskaðabætur. Bótafjárhæðin nam þá röskum 80 prósentum af landsframleiðslu Þýzkalands. Fjárhæðin var nokkru síðar lækkuð um meira en helming. Samningurinn kvað einnig á um landamærabreytingar, sem smækkuðu Þýzkaland, ýmist með fortakslausri upptöku lands eða að vilja íbúanna, til dæmis á Suður-Jótlandi. Þýzkaland minnkaði um tíu prósent að flatarmáli, og Þjóðverjum fækkaði að því skapi.Þjóðverjar stóðu ekki í skilum, svo að bandamenn tóku þá af þeim meira land (Ruhr). Þjóðverjar gripu þá til þess ráðs að prenta peninga og hleypa óðaverðbólgu af stað. Stríðsbæturnar voru aldrei greiddar til fulls, og náðist samkomulag um þau málalok í Lausanne í Sviss 1932. Í millitíðinni höfðu Þjóðverjar tekið meira af erlendum lánum en nam bótagreiðslum þeirra til bandamanna.Hvaða ályktanir er hægt að draga af þessari sögu? Að erlendar skuldir séu óbærilegar, ef þær slaga hátt upp í landsframleiðslu eins árs? Ekki held ég það. Níðþungar, já, en ekki óbærilegar. Glundroðinn og úlfúðin í Þýzkalandi milli stríða stöfuðu ekki að öllu leyti af fjárhæð skaðabótakrafna bandamanna, heldur einnig af niðurlægingunni, sem fólst í ýmsum öðrum ákvæðum Versalasamningsins. Þetta á einkum við um ákvæðin um stríðsglæparéttarhöld yfir Þjóðverjum, því að þeir töldu sig ekki bera ábyrgð umfram bandamenn á upptökum styrjaldarinnar, sem hófst á byssuskotinu fræga í Sarajevó 1914. Færeyska kreppanNærtækt dæmi um burðarþol hagkerfa frammi fyrir ströngum stríðsskaðabótakröfum eða áþekkum kröfum af öðrum toga er færeyska bankakreppan um 1990. Henni lyktaði svo, að Danir lánuðu færeysku landsstjórninni jafnvirði um 120 prósenta af landsframleiðslu Færeyja á einu ári. Færeyingar stóðu Dönum eigi að síður skil á skuldinni með vöxtum á innan við tíu árum. Það var að sönnu þung byrði, en Færeyingar stóðu í skilum, þótt sumar skuldir þeirra fyrirgæfust, um fimmtungur af heildinni. Danir juku árlegt fjárframlag sitt til Færeyja úr 14 prósentum af landsframleiðslu eyjanna 1981-90 í 18 prósent 1991-2000 og minnkuðu það síðan í 8 prósent 2001-2006.Ríkisstjórn Íslands gerir til samanburðar að svo stöddu ráð fyrir, að hrun íslenzku bankanna hleypi erlendum skuldum ríkisins upp í um 100 prósent af landsframleiðslu. Þessi bráðabirgðatala hvílir á túlkun ríkisstjórnarinnar á ábyrgðum hennar gagnvart brezkum og hollenzkum sparifjáreigendum vegna gjaldþrots Landsbankans. Talan á trúlega eftir að breytast eftir því, hversu rætist úr milliríkjadeilunni við Breta og Hollendinga og hversu vel eða illa tekst til um sölu eigna úr þrotabúum bankanna.Af samanburðinum við Færeyjar má ráða umfang þeirra mistaka, sem ríkisstjórnin, Seðlabankinn og viðskiptabankarnir hafa gert sig sek um. Bankahrunið á Íslandi 2008 verður skráð á hagsöguspjöld heimsins sem hörmulegt dæmi um ítrekuð afglöp og yfirsjónir í hagstjórn og hagstjórnarfari vegna djúpra bresta í samfélagsgerðinni, svo sem ég lýsi nánar í næsta hefti Skírnis. Danir, Norðmenn og Svíar munu því líklega næstu ár líta Íslendinga líkum augum og Færeyinga, sem fóru sér að voða af sambærilegu fyrirhyggjuleysi. Römm er sú taugSú hætta steðjar nú að Íslandi, að sumir missi móðinn og hverfi til annarra landa í leit að vinnu líkt og gerðist í Færeyjum, þar sem fimmtungur mannfjöldans fluttist burt frá eyjunum, einkum til Danmerkur. Helmingur hinna brottfluttu sneri aftur til Færeyja.Brottflutningur mikils fjölda fólks héðan myndi þyngja til muna róður hinna, sem halda tryggð við landið. Ísland hefur til þessa haft sterkt aðdráttarafl. Nú reynir á þá römmu taug, sem rekka dregur föðurtúna til. Mönnum veitist misauðvelt að skilja við maka sinn, gerist þess þörf. Um börn gildir öðru máli: við börnin sín getur enginn maður skilið lífs án djúprar, stundum ævilangrar óhamingju. Hver maður á sér aðeins eitt föðurland, aðeins einn farveg fyrir föðurlandsástina, líkt og fyrir föðurást og móður.Snorri Hjartarson skáld orðar þessa hugsun fallega í ljóði sínu Land þjóð og tunga:Ísland í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf á trylltri öld.