Yfirlögregluþjónn í lögleysu á fjöllum 4. nóvember 2008 00:01 Yfirlögregluþjónn virðist hafa brotið lög þegar hann fór á veiðar um helgina. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir." Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, fór á fjórhjóli til rjúpnaveiða síðastliðinn laugardag í Sanddalstungu skammt hjá Norðurárdal. Slíkt er ólöglegt, að mati Ívars Erlendssonar, meðstjórnanda í Skotveiðifélagi Íslands (Skotvís). Jón varð síðar fyrir því óláni að fótbrjóta sig þar um slóðir. „Ég hef ekki brotið neitt af mér," segir Jón Sigurður. Honum þykir það leitt að vera sakaður um slíkt, ekki síst vegna stöðu sinnar en hann hefur einnig átt sæti í nefnd dómsmálaráðherra um endurskoðun vopnalaga. „Við fórum á fjórhjólum upp eftir en við vorum ekki á veiðum á hjólunum," segir hann. Hann segir að þeir hafi ekið eftir vegslóða sem lá inn múlann og skilið hjólin eftir þar á slóðanum og segist hann ekki telja slíkt lögbrot. „Meðan maður keyrir ekki utan vegar og er ekki á hjólinu við veiðarnar þá á þetta að vera í lagi. Þessi götuskráðu hjól eru ekkert öðruvísi að þessu leyti en bílar." Hann segir enn fremur að skyttur fari akandi á bílum þennan veg þegar fært er en sú var ekki raunin síðastliðinn laugardag. Menn verði hins vegar að gæta þess, segir hann, að hleypa ekki af innan við 250 metra frá farartækinu. Aðspurður segir Ívar hins vegar það vera ólöglegt að fara til veiða á fjórhjóli. Skipti þá ekki máli hversu langt frá hjólinu skyttan sé þegar hleypt er af. „Þetta hefur verið freisting hjá fáeinum veiðimönnum að fara til veiða á hjólunum en fólk hefur verið duglegt við að láta lögregluna vita," segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss. „Í þessu tilfelli vil ég segja það að maðurinn sem um ræðir er afar virtur meðal okkar skotveiðimanna og þykir okkur því afar sorglegt að hann skuli hafa látið undan freistingunni en óskum honum að öðru leyti góðs bata." Á spjallborði vefsíðunnar hlað.is var því haldið fram að Jón Sigurður hafi ekki haft pinna í byssu sinni en pinni þessi kemur í veg fyrir að menn geti hlaðið byssu sína fleiri skotum en þremur. Veiði með pinnalausum byssum er því ólögleg. Hann svaraði því með eftirfarandi hætti: „Að byssurnar hafi verið pinnalausar er rakalaust bull. Verð að segja að mér finnst helvíti hart að vakna eftir skurðaðgerð í framhaldi af slæmu slysi og hitta Gróu á Leiti svona illilega fyrir."
Lögreglumál Skotveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira