Kúbumaðurinn Dayron Robles setti í dag nýtt heimsmet í 100 metra grindahlaupi á gullmótinu í Ostrava þegar hann kom í mark á tímanum 12,87 sekúndum.
Hinn 21 árs gamli Robles bætti met Kínverjans Liu Xiang um einn hundraðshluta úr sekúndu og virðist ætla að veita Ólympíumeistaranum harða keppni á heimavelli hans í Peking í sumar.