Juventus er sterklega orðað við hollenska U21 landsliðsmanninn Royston Drenthe. Juventus hefur verið á eftir miðjumanni í sumar og Xabi Alonso hjá Liverpool oftast verið nefndur.
Drenthe er hjá Real Madrid en hefur ekki unnið sér inn fast sæti í spænska liðinu. Juventus er opið fyrir því að fá hann á lánssamningi til að byrja með og Real Madrid telur það góðan kost.
Drenthe getur ekki aðeins leikið á miðri miðjunni heldur einnig spilað á vinstri kantinum.