Handbolti

Ragnar aftur til Dunkurque

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Óskarsson er á leið aftur til Dunkurque.
Ragnar Óskarsson er á leið aftur til Dunkurque. Nordic Photos / AFP

Ragnar Óskarsson handboltakappi hefur gengið til liðs við Dunkurque, sitt gamla félag, í frönsku úrvalsdeildinni.

Þetta staðfesti Ragnar í samtali við Vísi en hann lék áður með liðinu árin 2000 til 2004. Þá gekk hann til liðs við Ivry þar sem hann var í tvö ár. Hann fór til USAM Nimes fyrir núverandi tímabil og samdi við félagið til þriggja ára.

Ragnar sagði að þetta hafi verið gert að sínu frumkvæði en hann hefur reyndar átt við meiðsli að stríða undanfarna mánuði og mun ekkert getað spilað aftur fyrr en í haust vegna slitinna krossbanda.

Ragnar átti frábæru gengi að fagna á núverandi tímabili áður en hann meiddist og var um tíma langmarkahæsti leikmaður deildarinnar.

Dunkurque er sem stendur í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig, rétt eins og USAM Nimes sem er í fimmta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×