Erlent

Kínverjar menga nú meira en Bandaríkjamenn

Kínverjar njóta nú þess vafasama heiðurs að vera sú þjóð heimsins sem mengar mest. Eru þeir komnir framúr Bandaríkjamönnum hvað þetta varðar.

Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð verður opinber í næsta mánuði og unnin var af hópi vísindamanna við Háskólann í Kaliforníu. Greint er frá skýrslunni á fréttavef BBC.

Samkvæmt henni hefur losun Kínverja á gróðurhúsalofttegundum verið vanmetin á síðustu árum og að sennilega hafi Kínverjar keyrt frammúr Bandaríkjamönnum hvað þetta varðar á árinunum 2006 til 2007.

Vísindamennirnir vara við því að ef ekki verði gripið til aðgerða strax muni losun Kínverja á mengandi efnum út í andrúmsloftið fara langt framúr þeim niðurskurði sem kveðið er á um í Kyoto-bókuninni.

Fram að þessu hafa Kínverjar, og Sameinuðu þjóðirnar, krafist þess að efnaðar þjóðir dragi úr mengun sinni fyrst og aðstoði jafnframt fátækari þjóðir við að fjárfesta í hreinum orkugjöfum og tækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×