Ítalska liðið Inter er komið í viðræður við varnarmanninn Matteo Ferrari sem er samningslaus. Meiðslavandræði hafa herjað á leikmenn í öftustu línu Ítalíumeistarana.
Samningur Ferrari við Roma rann út fyrr í sumar. Marco Materazzi, Walter Samuel, Ivan Cordoba og Christian Chivu eru allir á meiðslalista Inter sem stendur.
Inter hefur einnig augastað á Mirel Matei Radoi, 27 ára rúmenskum landsliðsmanni. Hann er sem stendur hjá Steaua Búkarest og getur leikið allstaðar í vörninni og einnig sem djúpur miðjumaður.