Dollarinn styrkist enn 11. september 2008 11:23 Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira