Fótbolti

Enn veldur Barcelona vonbrigðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi og Sergio Busquets fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld.
Lionel Messi og Sergio Busquets fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP

Tímabilið hjá Barcelona byrjar a slæmum nótum. Fyrst tap fyrir nýliðum Numancia og í kvöld gerði liðið 1-1 jafntefli við Racing Santander á heimavelli.

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu en athygli vakti að Lionel Messi var á bekknum hjá Börsungum í kvöld. Pedro og Eto'o voru í framlínunni hjá liðinu.

Það var þó Messi sem skoraði mark Börsunga á 70. mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Aðeins sex mínútum síðar skoraði varnarmaðurinn Ezequiel Garay fyrir Racing og þar við sat.

Messi skoraði mark Barcelona úr vítaspyrnu sem var dæmd á Cristian fyrir að handleika knöttinn innan teigs.

Barcelona þótti ekki spila vel í leiknum sem var annars frekar daufur. Pep Guardiola, stjóri liðsins, fær væntanlega að heyra það í fjölmiðlum næstu daganna enda varla ásættanlegt fyrir liðið að fá aðeins eitt stig úr fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×