Mótorhjólameistarinn Rossi prófar Ferrari 11. nóvember 2008 18:59 Valention Rossi kíkir um borð í Ferrari bíl. Hann keyrði slíkt farartæki fyrir tveimur árum. Mynd: Getty Images Ferrari staðfesti í dag að Ítalinn Valentino Rossi, margfaldur meistari í mótorhjólakappakstri mun prófa Ferrari Formulu 1 bíl í tvo daga í nóvember. Ferrari vildu fyrir tveimur misserum fá Rossi til liðis við Ferrari, en hann vildi halda áfram í mótorhjólakappakstri. Þar hefur hann keppt með stuðningi Fiat samsteypunnar sem á Ferrari. Rossi segir prófunina eingöngu til skemmtunnar, en það er harla óvenjulegt að ökumaður fái tveggja daga prófun, sé prófunin eingöngu til skemmtunar. Óljóst er hvort Ferrari hyggur á að ráða Rossi til starfa eftir að ferli hans í mótorhjólakappkstri lýkur. Hann ætlar að keppa á mótorhjóli á næsta ári. Kimi Raikkönen og Felipe Massa eru báðir með samning við Ferrari á næsta ári og til loka 2010. Rossi er með tveggja ára samning sem mótorhjólakappi. Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari staðfesti í dag að Ítalinn Valentino Rossi, margfaldur meistari í mótorhjólakappakstri mun prófa Ferrari Formulu 1 bíl í tvo daga í nóvember. Ferrari vildu fyrir tveimur misserum fá Rossi til liðis við Ferrari, en hann vildi halda áfram í mótorhjólakappakstri. Þar hefur hann keppt með stuðningi Fiat samsteypunnar sem á Ferrari. Rossi segir prófunina eingöngu til skemmtunnar, en það er harla óvenjulegt að ökumaður fái tveggja daga prófun, sé prófunin eingöngu til skemmtunar. Óljóst er hvort Ferrari hyggur á að ráða Rossi til starfa eftir að ferli hans í mótorhjólakappkstri lýkur. Hann ætlar að keppa á mótorhjóli á næsta ári. Kimi Raikkönen og Felipe Massa eru báðir með samning við Ferrari á næsta ári og til loka 2010. Rossi er með tveggja ára samning sem mótorhjólakappi.
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira