Ágúst Björgvinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið tólf manna hóp fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Gentofte í Danmörku dagana 5. til 9. ágúst næstkomandi.
Það er einn nýliði í íslenska hópnum en Haukastúlkan Ragna Margrét Brynjarsdóttir mun leika sína fyrstu landsleiki í Danmörku en hún var valin besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna á síðasta tímabili.
Fimm félög eiga fulltrúa í hópnum en lið Hauka, Keflavíkur og Grindavíkur eiga öll þrjá leikmenn í tólf manna hópnum. KR á tvo leikmenn og Valur er síðan fimmta félagið með einn leikmann. Tveir af leikmönnum liðsins, Haukastúlkan Helena Sverrisdóttir og Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir, leika með háskólaliðum í Bandaríkjunum.
A-landslið kvenna fyrir Norðurlandamót 2008:
Helena Sverrirsdóttir, Haukar/Texas Christian University (TCU) (21 leikur - 310 stig)
Hildur Sigurðardóttir, KR (52 leikir - 287 stig)
Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík (1 leikur)
Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík (2 leikir)
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar (8 leikir - 25 stig)
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík (5 leikir - 8 stig)
María Ben Erlingsdóttir, Keflavík/University of Texas-Pan American (UTPA) (16 leikir - 39 stig)
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík (6 leikir - 14 stig)
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík (6 leikir - 3 stig)
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar (Nýliði)
Signý Hermannsdóttir, Valur (44 leikir - 373 stig)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR (3 leikir - 4 stig)
Af vefsíðu KKÍ