Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2025 16:32 Kári Jónsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok. vísir/hulda margrét Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Skömmu fyrir leik sagði ég við Val Pál félaga minn að ég hefði slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Það var gír á Frökkunum í upphitun og ég óttaðist að okkar menn væru bensínlausir. Það reyndist því miður vera rétt. Tónninn var settur strax í byrjun. Franska vélin með allt í botni en okkar menn á hælunum og virtust ekki hafa mikla trú á verkefninu. Þeir virkuðu hræddir. Það var ekki spilaður neinn varnarleikur og menn virtust oft á tíðum ekki hafa mikla trú á skotunum sínum. Hvar var óttaleysið og íslenska orkan? Hún var búin. Fyrsti leikhlutinn var hrein martröð. Staðan eftir hann var 36-9 og leik lokið. Svo sannarlega flenging á franska vísu. Strákarnir hafa mikið talað um að þeir hafi sannað að þeir eigi heima á stóra sviðinu. Það hafa þeir sýnt í hinum leikjunum en þeir eiga ekkert í svona rosalegt lið. Þetta voru menn á móti börnum. Til að taka aðeins hanskann upp fyrir okkar menn þá hittu Frakkarnir úr gjörsamlega öllum skotum. Algjörlega óþolandi. Þetta er frábært körfuboltalið en Guð minn góður hvað þessir menn nenna að tuða. Ljóður á þessu frábæra liði. Niðurstaðan liggur fyrir. Fimm leikir og fimm töp. Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist enn. Er maður horfir heilt yfir mótið spyr maður sig óneitanlega að því hvort glasið sé galtómt eða hálffullt? Liðið stóð í mörgum góðum liðum og hefði átt að vinna leik. Sú staða hefur ekki komið upp áður. Liðið átti að vinna leikinn gegn Belgíu og það er enn sárt að rifja upp hvernig strákunum tókst að kasta honum frá sér. Vonbrigðin í Pólverjaleiknum gleymast síðan aldrei. Leikhús fáranleikans í Spodek og tækifærið hrifsað af okkar mönnum. Það má því tala um ákveðin framfaraskref hjá liðinu en þau skref áttu að vera stærri á þessu móti. Í því liggja vonbrigðin fyrst og fremst. Það er sárt að fara ekki með að minnsta kosti einn sigur heim í töskunni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31 Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39 „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. 4. september 2025 14:31
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? 4. september 2025 14:39
„Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Martin Hermannsson segir að íslenska karlalandsliðið sé komið til að vera á stærsta sviði körfuboltans þrátt fyrir að vera úr leik á EM. 4. september 2025 14:19