Metrómaðurinn Malignaggi mætir Hatton um helgina 19. nóvember 2008 17:48 Paulie Malignaggi er klár í að mæta Hatton NordicPhotos/GettyImages Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina. Box Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina.
Box Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira