Svanasöngur í móa Þorvaldur Gylfason skrifar 5. júní 2008 05:00 Síðasta Reykjavíkurbréf Styrmis Gunnarssonar, fráfarandi ritstjóra Morgunblaðsins, fjallar um símahleranir Sjálfstæðisflokksins 1949-68 og viðbrögð fórnarlamba hlerananna. Bréfið veitir svo tæra innsýn í hugarheim ákveðins hóps sjálfstæðismanna, að mér þykir fara vel á að endurbirta hér vænan kafla bréfsins. Tilefni bréfsins er birting Kjartans Ólafssonar, fyrrum alþingismanns og ritstjóra Þjóðviljans, á lista yfir 32 heimili, þar sem síminn var hleraður, bersýnilega af innanlandspólitískum ástæðum og yfirleitt án skriflegs rökstuðnings eða skírskotunar í lög. Reykjavíkurbréfið„Nú vill Kjartan Ólafsson að hann og aðrir verði beðnir afsökunar á símahlerunum þessara ára. Gott og vel. En það vill svo til að það er annað fólk í þessu landi, sem vill fá skýr og ótvíræð svör við öðrum spurningum. Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. Í Staksteinum Morgunblaðsins birtust t.d. athyglisverðar upplýsingar á Viðreisnaráratugnum um prentvélakaup Þjóðviljans, svo að dæmi sé nefnt.Úr því að Kjartan Ólafsson vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið? Að íslenzk stjórnvöld sendi unga sagnfræðinga í skjalasöfn í Moskvu og Berlín, í London og Washington og víðar og að það verði gefin út hvítbók um allt það, sem hægt er að sýna fram á með skjallegum heimildum að gerðist á dögum kalda stríðsins? Það eru ekki margir Íslendingar lifandi, sem þekkja þessa sögu vel. Einn þeirra, sem þekktu hana frá sjónarhóli vinstri manna, var Ingi R. Helgason lögfræðingur, sem var áratugum saman í innsta kjarna Sósíalistaflokksins, alveg eins og Kjartan Ólafsson.Síðustu árin, sem Ingi lifði, fóru fram nokkur vináttusamleg samtöl á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem Ingi var hvattur til að segja söguna alla. Þau samtöl komust það langt að Ingi sagði að tæki hann slíka ákvörðun mundi hann segja þá sögu hér á síðum Morgunblaðsins. Úr því varð ekki því miður. Er Kjartan Ólafsson tilbúinn til þess? Er hann reiðubúinn til að segja þá sögu, sem hann þekkir, hvort sem er hér á síðum Morgunblaðsins eða annars staðar? Það væri þá kannski hægt að sjá til þess að sambærilegt framlag kæmi úr hinum herbúðunum! Það hefur litla þýðingu að taka eitt mál út úr eins og símahleranir. ... Það er svo önnur saga, sem bregður upp sérstakri mynd af mannlífinu, að margir þeirra, sem áratugum saman stóðu í harðri baráttu þegar kalda stríðið geisaði, eru pólitískir samherjar í dag í einu stærsta máli framtíðarinnar, Evrópusambandsmálinu.Það er ekki fráleitt að ætla, að þeir sem nú deila um símahleranir og önnur mál þeim tengd eigi eftir að ganga saman í einni fylkingu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og hver veit nema Kjartan Ólafsson og höfundur þessa Reykjavíkurbréfs haldist þá í hendur!"Kaup kaups?Hvað er Morgunblaðsritstjórinn að segja? Hann er í reyndinni að segja þetta: Við brutum af okkur, gott og vel, og við skulum játa það á okkur gegn því, að þið sviptið þá einnig hulunni af ykkar afbrotum, og síðan göngum við saman syngjandi inn í sólarlagið í sameiginlegri baráttu gegn inngöngu Íslands í ESB.Tilboðið er óþarft, þar eð játning ritstjórans liggur fyrir. Reykjavíkurbréfið tekur af tvímæli um hana. Samskipti sósíalista við sovétvaldið voru að margra dómi brotleg (gegn gjaldeyrislögum o.fl.), eins og ritstjóri Morgunblaðsins veit manna bezt, þótt yfirvöld kysu að leiða málið hjá sér líkt og ýmis önnur meint afbrotamál með stjórnmálaívafi. Ritstjórinn þekkir einnig úr návígi skaðann, sem óviðkomandi aðgangur að tölvupósti og öðrum trúnaðarupplýsingum getur valdið einstaklingum. Með því að leggja símahleranir Sjálfstæðisflokksins að jöfnu við meint brot sósíalistanna hefur ritstjórinn í rauninni játað.Málinu er ekki lokið. Fólkið í landinu þarf einnig að fá að vita um meintar símahleranir eftir 1968, enda liggja fyrir vitnisburðir um hleranir eftir 1992. Árni Páll Árnason, nú alþingismaður, óskaði formlega eftir heimild utanríkisráðherra 2006 til að greina lögreglunni frá vitneskju sinni um málið. Utanríkisráðherra Framsóknarflokksins synjaði honum leyfisins. Vel færi á því, að Árni Páll Árnason ítrekaði ósk sína til nýs utanríkisráðherra um að mega greina til fulls frá vitneskju sinni eða grun um símahleranir á þeim tíma, þegar Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra og Árni Páll starfaði í utanríkisráðuneytinu 1992-95. Réttar upplýsingar um ítrekuð brot Sjálfstæðisflokksins gegn lögvarinni friðhelgi einkalífs andstæðinga flokksins eiga ekki að vera verzlunarvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Síðasta Reykjavíkurbréf Styrmis Gunnarssonar, fráfarandi ritstjóra Morgunblaðsins, fjallar um símahleranir Sjálfstæðisflokksins 1949-68 og viðbrögð fórnarlamba hlerananna. Bréfið veitir svo tæra innsýn í hugarheim ákveðins hóps sjálfstæðismanna, að mér þykir fara vel á að endurbirta hér vænan kafla bréfsins. Tilefni bréfsins er birting Kjartans Ólafssonar, fyrrum alþingismanns og ritstjóra Þjóðviljans, á lista yfir 32 heimili, þar sem síminn var hleraður, bersýnilega af innanlandspólitískum ástæðum og yfirleitt án skriflegs rökstuðnings eða skírskotunar í lög. Reykjavíkurbréfið„Nú vill Kjartan Ólafsson að hann og aðrir verði beðnir afsökunar á símahlerunum þessara ára. Gott og vel. En það vill svo til að það er annað fólk í þessu landi, sem vill fá skýr og ótvíræð svör við öðrum spurningum. Það hafa komið fram traustar upplýsingar um tengsl sósíalista við Sovétríkin, Austur-Þýzkaland og önnur ríki í Austur-Evrópu. En það mál hefur aldrei verið hreinsað upp, hvorki að því er varðar pólitísk samskipti né fjárhagsleg samskipti. Í Staksteinum Morgunblaðsins birtust t.d. athyglisverðar upplýsingar á Viðreisnaráratugnum um prentvélakaup Þjóðviljans, svo að dæmi sé nefnt.Úr því að Kjartan Ólafsson vill fá afsökunarbeiðni vegna símahlerana eigum við þá ekki öll, stríðsmenn kalda stríðsins, að taka höndum saman og óska eftir því að öll gögn verði lögð á borðið? Að íslenzk stjórnvöld sendi unga sagnfræðinga í skjalasöfn í Moskvu og Berlín, í London og Washington og víðar og að það verði gefin út hvítbók um allt það, sem hægt er að sýna fram á með skjallegum heimildum að gerðist á dögum kalda stríðsins? Það eru ekki margir Íslendingar lifandi, sem þekkja þessa sögu vel. Einn þeirra, sem þekktu hana frá sjónarhóli vinstri manna, var Ingi R. Helgason lögfræðingur, sem var áratugum saman í innsta kjarna Sósíalistaflokksins, alveg eins og Kjartan Ólafsson.Síðustu árin, sem Ingi lifði, fóru fram nokkur vináttusamleg samtöl á milli hans og ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem Ingi var hvattur til að segja söguna alla. Þau samtöl komust það langt að Ingi sagði að tæki hann slíka ákvörðun mundi hann segja þá sögu hér á síðum Morgunblaðsins. Úr því varð ekki því miður. Er Kjartan Ólafsson tilbúinn til þess? Er hann reiðubúinn til að segja þá sögu, sem hann þekkir, hvort sem er hér á síðum Morgunblaðsins eða annars staðar? Það væri þá kannski hægt að sjá til þess að sambærilegt framlag kæmi úr hinum herbúðunum! Það hefur litla þýðingu að taka eitt mál út úr eins og símahleranir. ... Það er svo önnur saga, sem bregður upp sérstakri mynd af mannlífinu, að margir þeirra, sem áratugum saman stóðu í harðri baráttu þegar kalda stríðið geisaði, eru pólitískir samherjar í dag í einu stærsta máli framtíðarinnar, Evrópusambandsmálinu.Það er ekki fráleitt að ætla, að þeir sem nú deila um símahleranir og önnur mál þeim tengd eigi eftir að ganga saman í einni fylkingu gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og hver veit nema Kjartan Ólafsson og höfundur þessa Reykjavíkurbréfs haldist þá í hendur!"Kaup kaups?Hvað er Morgunblaðsritstjórinn að segja? Hann er í reyndinni að segja þetta: Við brutum af okkur, gott og vel, og við skulum játa það á okkur gegn því, að þið sviptið þá einnig hulunni af ykkar afbrotum, og síðan göngum við saman syngjandi inn í sólarlagið í sameiginlegri baráttu gegn inngöngu Íslands í ESB.Tilboðið er óþarft, þar eð játning ritstjórans liggur fyrir. Reykjavíkurbréfið tekur af tvímæli um hana. Samskipti sósíalista við sovétvaldið voru að margra dómi brotleg (gegn gjaldeyrislögum o.fl.), eins og ritstjóri Morgunblaðsins veit manna bezt, þótt yfirvöld kysu að leiða málið hjá sér líkt og ýmis önnur meint afbrotamál með stjórnmálaívafi. Ritstjórinn þekkir einnig úr návígi skaðann, sem óviðkomandi aðgangur að tölvupósti og öðrum trúnaðarupplýsingum getur valdið einstaklingum. Með því að leggja símahleranir Sjálfstæðisflokksins að jöfnu við meint brot sósíalistanna hefur ritstjórinn í rauninni játað.Málinu er ekki lokið. Fólkið í landinu þarf einnig að fá að vita um meintar símahleranir eftir 1968, enda liggja fyrir vitnisburðir um hleranir eftir 1992. Árni Páll Árnason, nú alþingismaður, óskaði formlega eftir heimild utanríkisráðherra 2006 til að greina lögreglunni frá vitneskju sinni um málið. Utanríkisráðherra Framsóknarflokksins synjaði honum leyfisins. Vel færi á því, að Árni Páll Árnason ítrekaði ósk sína til nýs utanríkisráðherra um að mega greina til fulls frá vitneskju sinni eða grun um símahleranir á þeim tíma, þegar Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra og Árni Páll starfaði í utanríkisráðuneytinu 1992-95. Réttar upplýsingar um ítrekuð brot Sjálfstæðisflokksins gegn lögvarinni friðhelgi einkalífs andstæðinga flokksins eiga ekki að vera verzlunarvara.