Eiður í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem sækir Mallorca heim í spænsku deildinni í kvöld en hann er sýndur beint á Sýn klukkan 19:10. Strax að leiknum loknum verður svo Sýn með beina útsendingu frá leik Espanyol og Villarreal klukkan 20:50.