Fótbolti

Hannes efstur á óskalista Sundsvall

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þ. Sigurðsson.
Hannes Þ. Sigurðsson.

Samkvæmt sænskum fjölmiðlum er Hannes Þ. Sigurðsson efstur á óskalista sænska úrvalsdeildarliðsins GIF Sundsvall sem leitar sér nú að framherja.

Fyrir skömmu gekk Ari Freyr Skúlason til liðs við félagið sem vann sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni í haust.

Hannes leikur með Viking frá Stafangri í Noregi en norska úrvalsdeildarliðið Tromsö reyndi að kaupa Hannes fyrr í haust en án árangurs. Uwe Rösler, þjálfari Viking, hefur sagt að hann hafi engan áhuga á að selja Hannes.

Hann fer með Viking í æfingaferð til Brasilíu á morgun en óvíst er hversu mikið hann getur spilað þar sem hann þríbrotnaði í andliti eftir líkamsárás í Reykjavík um hátíðarnar.

Upphaflega var talið að hann yrði frá fram í febrúar af þeim sökum.

Cain Dotson, yfirmaður íþróttamála hjá Sundsvall, sagði að Hannes væri vissulega góður leikmaður en þeir þyrftu að skoða hann betur. „Við verðum að vera vissir um að við erum með góða og duglega knattspyrnumenn í okkar liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×