Fótbolti

Barcelona segist mega halda Eto'o

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o, leikmaður Barcelona.
Samuel Eto'o, leikmaður Barcelona. Nordic Photos / AFP

Barcelona segist vera með skriflegt leyfi fyrir því að halda Samuel Eto'o hjá liðinu þar til eftir leik liðsins gegn Real Murcia í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Undirbúningur Kamerún fyrir Afríkukeppnina er hafinn en Eto'o er enn í Barcelona sem leikur gegn Sevilla í spænsku bikarkeppninni á morgun.

„Það mikilvægasta fyrir Samuel er að hann fái að spila og landsliðsþjálfari Kamerún er sammála að það sé landsliðinu og honum í hag," sagði Frank Rijkaard, þjálfari Börsunga.

Talsmaður knattspyrnusambandsins í Kamerún kannast hins vegar ekkert við þetta. „Þetta er óásættanlegt. Við viljum að Eto'o komi til okkar undir eins," sagði hann og bætti við að landsliðsþjálfarinn Otto Pfister, þyrfti að fá Eto'o til æfinga fyrir 10. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×