Roy Jones sýndi gamalkunna takta 20. janúar 2008 07:45 Roy Jones leit vel út í bardaganum og átti það til að sýna kunnuglega gamla hrokaleikþætti Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst. Box Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst.
Box Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira