Óvæntur sigur New York Giants Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 09:15 Eli Manning fagnar eftir að Plaxico Burress skoraði sigurmark leiksins í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira