Hálft ár í Ólympíuleikana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 12:49 Ólympíuleikvangurinn í Peking er glæsilegt mannvirki. Nordic Photos / Getty Images Nú er hálft ár í að Ólympíuleikarnir í Peking verða settir þann 8. ágúst næstkomandi. Íslendingar fagna 100 ára þátttökuafmæli á leikunum í ár. Ísland sendi íþróttamenn fyrst á Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Lundúnum árið 1908. Á þeim tíma hafa íslenskir íþróttamenn þrívegis unnið til verðlauna. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir gull í stangarstökki í Sydney árið 2000. Eitt helsta umræðuefnið í kringum Ólympíuleikana í ár tengjast þó íþróttum ekki neitt. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að veita Kínverjum leikana þar sem margir telja að mannréttindi séu ekki í hávegum höfð þar í landi. „Við erum jafn stolt af þessari ákvörðun í dag og við vorum þegar hún var tekin," sagði Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, í samtali við BBC. „Það hefur verið sagt frá þessum áhyggjum í fjölmiðlum undanfarið en í ágúst, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, mun allur heimurinn fylgjast með leikunum og 20 þúsund fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum." „Það gerir heiminum kleift að skoða Peking og kínverska samfélagið í heild sinni. Okkur finnst það jákvætt og ég held að það verði til þess að meiri skilningur ríki gagnvart Kína." „Ef eitthvað mál kemur upp í tengslum við leikana sem okkur finnst ekki samræmast okkar stefnumálum munum við að sjálfsögðu láta okkur málið varða. En undanfarin sjö ár hefur Kína breyst mikið og er það Ólympíuleikunum að þakka að hluta til." Erlendar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Nú er hálft ár í að Ólympíuleikarnir í Peking verða settir þann 8. ágúst næstkomandi. Íslendingar fagna 100 ára þátttökuafmæli á leikunum í ár. Ísland sendi íþróttamenn fyrst á Ólympíuleika þegar þeir fóru fram í Lundúnum árið 1908. Á þeim tíma hafa íslenskir íþróttamenn þrívegis unnið til verðlauna. Vilhjálmur Einarsson hlaut silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956, Bjarni Friðriksson brons í júdó árið 1984 og Vala Flosadóttir gull í stangarstökki í Sydney árið 2000. Eitt helsta umræðuefnið í kringum Ólympíuleikana í ár tengjast þó íþróttum ekki neitt. Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur helst verið gagnrýnd fyrir að veita Kínverjum leikana þar sem margir telja að mannréttindi séu ekki í hávegum höfð þar í landi. „Við erum jafn stolt af þessari ákvörðun í dag og við vorum þegar hún var tekin," sagði Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, í samtali við BBC. „Það hefur verið sagt frá þessum áhyggjum í fjölmiðlum undanfarið en í ágúst, þegar Ólympíuleikarnir fara fram, mun allur heimurinn fylgjast með leikunum og 20 þúsund fulltrúar fjölmiðla verða á staðnum." „Það gerir heiminum kleift að skoða Peking og kínverska samfélagið í heild sinni. Okkur finnst það jákvætt og ég held að það verði til þess að meiri skilningur ríki gagnvart Kína." „Ef eitthvað mál kemur upp í tengslum við leikana sem okkur finnst ekki samræmast okkar stefnumálum munum við að sjálfsögðu láta okkur málið varða. En undanfarin sjö ár hefur Kína breyst mikið og er það Ólympíuleikunum að þakka að hluta til."
Erlendar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira