NBA í nótt: Kobe og Gasol með samtals 66 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2008 11:35 Kobe Bryant og Pau Gasol náðu sér vel á strik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81. NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 36 stig og Pau Gasol 30 þegar að LA Lakers vann Orlando Magic á útivelli, 117-113. Lakers seig fram úr á lokamínútu leiksins með fjórum stigum úr vítaköstum hjá Bryant og þá fékk Lamar Odom tveggja stiga körfu dæmda sér í hag eftir að Dwight Howard varði boltann ólöglega. Leikurinn var annars kaflaskiptur. Orlando var með ellefu stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 44-33. Lakers náði svo eins stigs forystu í hálfleik, 64-63, og tóku þá völdin í leiknum. En Orlando jafnaði metin aftur og voru lokamínútur leiksins afar spennuþrungnar. Howard skoraði nítján stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst þar að auki. Sacramento batt enda á tíu leikja sigurgöngu Utah Jazz með þrettán stiga sigri á heimavelli, 117-104. Kevin Martin var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Denver Nuggets vann Washington, 111-100, og skoraði Carmelo Anthony 49 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum í NBA-deildinni. Phoenix vann sigur á Seattle, 103-99, þar sem Amare Stoudemire skoraði 33 stig. Þar af komu fimmtán úr vítaköstum en leikmenn Phoenix nýttu öll 32 vítaköstin sín í leiknum. Phoenix skoraði fimm síðustu stigin í leiknum, þar af úr víti sem liðið fékk eftir að tæknivilla var dæmd á Seattle fyrir að taka leikhlé sem það átti ekki inni. San Antonio vann New York, 99-93, eftir að hafa verið átján stigum undir í þriðja leikhluta. Leikurinn var framlengdur eftir að Michael Finley skoraði úr þriggja stiga skoti á lokasekúndu fjórða leikhlutans. Boston vann nauman sigur á Minnesota, 88-86, en Leon Powe skoraði sigurkörfu leiksins rétt áður en lokaflautið gall. Paul Pierce var með átján stig í leiknum og Ray Allen sautján. Detroit vann sinn sjöunda sigur í röð eftir að hafa unnið Portland í nótt, 91-82. Brandon Roy, leikmaður Portland, lék ekki með í leiknum vegna dauðsfalls í fjölskyldu sinni. Cleveland vann Atlanta, 100-95, á útivelli og skoraði LeBron James 26 stig og tók ellefu fráköst fyrir Cleveland. New Jersey Nets vann langþráðan sigur á Charlotte, 104-90. Richard Jefferson skoraði 23 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði sinni tólftu þreföldu tvennu á leiktíðinni er hann skoraði nítján stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. LA Clippers vann óvæntan útisigur á Toronto, 102-98. Corey Maggette var með 35 stig fyrir Clippers en Chris Bosh 29 stig fyrir Toronto auk þess sem hann tók tólf fráköst.Þá vann Dallas ellefu stiga sigur á Memphis, 92-81.
NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira