Guðmundur Stephensen varð í gær deildarmeistari með félagi sínu, Eslövs, í sænsku úrvalsdeildinni í borðtennis.
Í gær gerði liðið 4-4 jafntefli við Gröstorp/Österien og vann Guðmundur báða sína leiki.
Eslövs er komið með 32 stig eftir átján umferðir en að deildakeppninni lokinni keppa efstu fjögur liðin í úrslitakeppni um meistaratitilinn.
