Varnarmaðurinn Matteo Ferrari gæti farið til AC Milan eftir tímabilið ef eitthvað er að marka ítölsku pressuna. Þessi 28 ára leikmaður er í herbúðum Roma en samningur hans rennur út í sumar.
Roma hefur boðið honum umtalsverða launahækkun ef hann endurnýjar samning sinn. Það er þó bara brot af því sem hann fengi ef hann færi til AC Milan. Ferrari á ellefu landsleiki að baki.