Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á nýjum styrkleikalista Fifa sem birtur var í morgun. Liðið er nú í 89. sæti listans en var í því 87. þegar listinn var síðast birtur í janúar.
Engin breyting var á toppi listans þar sem Argentínumenn eru enn í efsta sætinu, Brasilíumenn í þriðja og heimsmeistarar Ítala í þriðja.
Íslenska landsliðið hefur spilað þrjá vináttuleiki síðan listinn var síðast birtur, en það tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi og Möltu á Möltumótinu á dögunum en lagði Armena.