Laureus verðlaunin árlegu voru veitt í dag þar sem helstu afreksíþróttamenn heimsins eru verðlaunaðir fyrir framgöngu sína á árinu. Svissneski tenniskappinn Roger Federer setti met þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins fjórða árið í röð við þetta tilefni.
Tenniskonan Justin Henin var kjörinn íþróttakona ársins og breski ökuþórinn Lewis Hamilton var kjörinn hástökkvari ársins eftir að hann var hársbreidd frá því að verða heimsmeistari í Formúlu 1 á sínu fyrsta ári.
Breska hlaupakonan Paula Radcliffe fékk verðlaun fyrir endurkomu ársins en hún vann sigur í New York maraþoninu skömmu eftir barnsburð. Þá var ruðningslið Suður-Afríku kjörið lið ársins.