Ítalinn Marco Trespidi hefur verið ráðinn þjálfari norska kvennaliðsins Levanger. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, kom sterklega til greina í stöðuna en norska liðið ákvað að veðja frekar á Trespidi.
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Ágúst sem hafði lýst yfir miklum áhuga á að taka að sér þjálfun Levanger.