Fótbolti

Stuðningsmenn að eilífu

NordcPhotos/GettyImages

Stuðningsmönnum Espanyol á Spáni mun í framtíðinni gefast kostur á að fylgja liði sínu inn í eilífðina. 20,000 stuðningsmönnum verður þannig boðið að koma ösku sinni fyrir á nýjum heimavelli liðsins.

Nýr leikvangur félagsins mun heita Cornella-El Prat og stefnt er á að opna hann í nóvember. Þar verður sérstakri aðstöðu komið fyrir þar sem hægt verður að koma fyrir ösku látinna stuðningsmanna félagsins, en það verður ekki ókeypis og reikna forráðamenn Espanyol með því að fá ágætar tekjur af þessu óvenjulega uppátæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×