Inter frá Mílanó hyggst byggja nýjan leikvang og yfirgefa San Siro sem félagið deilir með AC Milan.
Þetta sagði Massimo Moratti, forseti Inter, í samtali við Gazetta dello Sport. „Það er verkefni í gangi og það er langt komið. Við erum búnir að finna svæði til að byggja nýjan leikvanginn á," sagði Moratti.
Hann sagði enn fremur að hann vildi að nýji leikvangurinn myndi vera skírður eftir Giacinto Facchetti sem var bæði leikmaður og forseti félagsins.
Inter fagnar aldarafmæli sínu á morgun en liðið mætir Emil Hallfreðssyni og félögum í Reginna á San Siro í kvöld.