Maria Riesch frá Þýskalandi varð í dag heimsbikarmeistari í alpatvíkeppni. Hún varð í öðru sæti í keppni sem fram fór í Sviss en það nægði henni til að tryggja sér heildarsigur þetta árið.
Hin sænska Anja Pärson sigraði á mótinu í dag.
Manfred Mölgg frá Ítalíu vann í dag heimsbikarmót í svigi karla sem fram fór í Slóveníu. Jean-Baptiste Grange er efstur í heildarstigakeppninni þegar eitt mót er eftir.