Di Carlo er níundi þjálfarinn í A-deildinni á Ítalíu sem tekur pokann sinn á þessu tímabili.
Scala er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Parma enda þjálfaði hann liðið með góðum árangri 1990-1996. Scala var meðal áhorfenda á leiknum í gær en hann hefur einnig þjálfað Reggina, Borussia Dortmund, Besiktas, Shaktar Donetsk og Spartak Moskvu.
Einnig er talið að stjórn Parma sé að hugsa út í að ráða hinn sigursæla Alberto Zaccheroni.