Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður 13. mars 2008 14:00 Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Þá á viðvarandi lækkun á gengi bandaríkjadals stóran hlut að máli. Fjárfestar hafa í miklu mæli fjárfest í hrávörumarkaði en það þykir skjól í því veðravíti sem varað hefur á fjármála- og hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Gullverðið rauk upp um 32 prósent á síðasta ári en hefur á þeim tæpu þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu ári hækkað um tuttugu prósent. Fjármálasérfræðingar reikna með að verðið haldist hátt svo lengi sem gengi bandaríkjadals sé lágur og bandarískt efnahagslíf veikt. Enn hefur þrengt að hjá fjárfestum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan féll um rúm þrjú prósent og evrópskir markaðir hafa staðið á rauðu, þar á meðal hér. Þá hófust viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði fyrir nokkrum mínútum síðan. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, sem birti afkomutölur sínar í gærkvöldi, hefur fallið um 5,18 prósent og stendur gengið í 1,83 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Þá á viðvarandi lækkun á gengi bandaríkjadals stóran hlut að máli. Fjárfestar hafa í miklu mæli fjárfest í hrávörumarkaði en það þykir skjól í því veðravíti sem varað hefur á fjármála- og hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Gullverðið rauk upp um 32 prósent á síðasta ári en hefur á þeim tæpu þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu ári hækkað um tuttugu prósent. Fjármálasérfræðingar reikna með að verðið haldist hátt svo lengi sem gengi bandaríkjadals sé lágur og bandarískt efnahagslíf veikt. Enn hefur þrengt að hjá fjárfestum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan féll um rúm þrjú prósent og evrópskir markaðir hafa staðið á rauðu, þar á meðal hér. Þá hófust viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði fyrir nokkrum mínútum síðan. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, sem birti afkomutölur sínar í gærkvöldi, hefur fallið um 5,18 prósent og stendur gengið í 1,83 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira