Bear Stearns berst við lausafjárvanda 14. mars 2008 14:36 Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Fréttirnar hafa valdið því að hlutabréfamarkaðir í Evrópu, þar á meðal hér, hafa snúið úr ágætri föstudagshækkun í mínus á stuttum tíma. Þannig hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,62 prósent og FTSE-vísitalan lækkað um 0,79 prósent. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,85 prósent. Orðrómur hefur verið á kreiki um vanda bankans síðustu daga en forsvarsmenn hans vísað því á bug þar til í dag. Vandinn er að mestu tilkominn vegna mikilla afskrifta bankans á lánasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og vanda við endurfjármögnunarþörf bankans. Bankinn er sá sami og líkti ástandinu í íslensku efnahagslífi við Kasakstan á dögunum. Ofhitnun væri í hagkerfum beggja landa, þó meiri hér vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja í hagkerfinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Fréttirnar hafa valdið því að hlutabréfamarkaðir í Evrópu, þar á meðal hér, hafa snúið úr ágætri föstudagshækkun í mínus á stuttum tíma. Þannig hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,62 prósent og FTSE-vísitalan lækkað um 0,79 prósent. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,85 prósent. Orðrómur hefur verið á kreiki um vanda bankans síðustu daga en forsvarsmenn hans vísað því á bug þar til í dag. Vandinn er að mestu tilkominn vegna mikilla afskrifta bankans á lánasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og vanda við endurfjármögnunarþörf bankans. Bankinn er sá sami og líkti ástandinu í íslensku efnahagslífi við Kasakstan á dögunum. Ofhitnun væri í hagkerfum beggja landa, þó meiri hér vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja í hagkerfinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira