Öruggur sigur á Færeyingum 16. mars 2008 18:01 Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson. Íslenski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé. Jónas skoraði eftir sendingu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri eftir laglegt spil íslenska liðsins. Síðari hálfleikurinn í dag var að heita má eign íslenska liðsins sem náði 2-0 forystu þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum þegar Fróði Benjamínssen sendi fyrirgjöf Tryggva Guðmundssonar frá vinstri í eigið net. Það var svo Tryggvi sem gerði út um leikinn tíu mínútum áður en flautað var af þegar hann skoraði með góðu hægrifótarskoti. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tryggvi er Færeyingum erfiður en hann skoraði einmitt mark gegn frændum okkar í sínum fyrsta landsleik á sínum tíma. Skömmu fyrir leikslok var svo fyrrum KR-ingnum Rógva Jacobsen vísað af velli fyrir ljóta tæklingu á Aron Gunnarsson. Íslenska liðið í dag var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima og fengu nokkrir ungir leikmenn að spila sinn fyrsta leik í dag. Færeyingar voru með nokkra fastamenn í sínu liði en mættu ofjörlum sínum í Kórnum að þessu sinni og hafa aðeins einu sinni náð að leggja íslenska liðið í viðureignum þeirra í gegn um tíðina. Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum í dag: Byrjunarlið: Kjartan Sturluson - Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Heimir Einarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson - Baldur I. Aðalsteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Davíð Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson - Helgi Sigurðsson. Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Jónasson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Marel Baldvinsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira