Eiður Smári Guðjohnsen þurfti að fara meiddur af velli rétt fyrir leikslok í kvöld þegar Barcelona varð að sætta sig við 2-2 jafntefli gegn baráttuglöðu liði Almeria í spænsku úrvalsdeildinni. Liðinu tókst því aðeins að minnka forskot Real Madrid niður í sjö stig eftir að Real tapaði í gær.
Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona í kvöld og liðið náði fyrstu í leiknum með marki Bojan Krkic. Paulido jafnaði með skalla eftir hornspyrnu en Samuel Eto´o kom Börsungum aftur yfir í síðari hálfleik.
Vörn Barcelona átti það til að sofna á verðinum í leiknum og það gerðist aftur undir lokin þegar Kalu Uche jafnaði með skalla. Undir lok leiksins var brotið á Eiði Smára og var honum skipt meiddum af velli í kjölfarið.