Andy Roddick missti algerlega stjórn á skapi sínu er hann féll úr leik á Indian Wells-mótinu í gær.
Hann eyðilagði tvo tennisspaða og sló einn bolta út af leikvanginum sem var þétt setinn af áhorfendum.
Allt þetta átti sér stað er Roddick missti nokkrum sinum stjórn á skapinu er hann tapaði fyrir Tommy Haas, 6-4 og 6-4.
Þetta var þriðja tap Roddick í átján viðureignum á árinu en þriðja tap hans fyrir Haas í röð.
