Hriplek vörn varð Börsungum að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 21:18 Leikmenn Valencia fagna einu marka sinna í kvöld. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn er Valencia vann verðskuldaðan sigur á Barcelona, 3-2, í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Eiður átti mjög fínan leik í liði Börsunga og var einn fárra í liðinu sem komst sæmilega vel frá sínu. Það var fyrst og fremst mikill klunnaskapur í varnarleik liðsins sem varð því að falli í dag. Fyrsta mark Valencia var reyndar glæsilegt en fyriliði liðsins, Ruben Baraja, átti þá fast skot utan vítateigs sem söng efst í markhorninu fær. Skiptu engu þó hann væri umvafinn varnarmönnum Barcelona. Markið kom á 17. mínútu en gestirnir voru engu að síður meira með boltann. Það gekk þó heldur illa að byggja upp almennilegar sóknir en þess í stað beittu heimamenn stórhættulegum skyndisóknum. Táningurinn Juan Mata bætti svo við öðru marki skömmu áður en hálfleikurinn var flautaður af. Eftir mikinn darraðadans þar sem þeir Puyol, Milito og Toure féllu nánast hver um annan barst boltinn á Mata sem kláraði færið örugglega. Svipaða sögu var að segja af síðari hálfleiknum en meira líf færðist í sóknarleik Börsunga eftir að Toure fór af velli og Thierry Henry kom inn á í hans stað. Sylvinho kom einnig inn á fyrir Abidal og það var samvinna varamannanna sem skilaði fyrra marki Börsunga. Sylvinho gaf þá laglega sendingu sem Henry skallaði í stöngina og inn. En sjónvarpsmennirnir spænsku voru varla búnir að endursýna markið þegar að Valencia skoraði öðru sinni og endurheimti þar með tveggja marka forskot sitt. David Silva átti þá sendingu frá hægri sem barst á Mata sem náði að koma honum í markið þó svo að varnarmenn Börsunga voru ágætlega staðsettir fyrir framan markið. Samuel Eto'o átt alls ekki góðan dag en hann skoraði þó annað mark Börsunga þegar um tíu míntútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni og náði að klára færið vel. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til að skora jöfnunarmarkið og þar með tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn en allt kom fyrir ekki. Valencia mætir Getafe í úrslitum spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira